20.10.2007 | 02:36
Nýtt blogg....
Það er um að gera að prófa að blogga hérna, ég hef ekki verið duglegur að blogga afþví það er alveg glatað að blogga á þessari síðu sem ég hef verið með uppá síðkastið, hérna er auðveldara að blogga og ég held að þetta sé bara málið í vetur, verður maður ekki að virkja þetta blogg aftur :)
Ég var einmitt að lesa blogg áðan eftir Andrés Skúlason sem er skemmtilegur maður frá Kongo, hann er einmitt að blogga í gegnum mbl, það gaf mér þessa hugmynd um að prófa þetta, sjáum svo bara til hvernig það gengur..
Ég hef nú kannski ekkert mikið að segja eins og er á þessu ágæta föstudagskvöldi, ligg bara undir feldi og hef það ágætt, ætla mér að vakna snemma og fara í ræktina og svo í hádeginu er Liverpool að spila, þannig að ég ætla mér að glápa á leikinn, jafnvel þó að gengi liðsins hafi ekki verið mjög gott í síðustu leikjum þá er maður alltaf spenntur fyrir því að horfa á leik, sérstaklega á morgun þar sem liðið mætir litla liðinu frá Liverpool borg ( Everton ) vonum bara að þetta fari vel.......
Ég verð að vinna næstu nótt, er að fara að keyra taxa, byrja um miðnætti og verð til 8 um morguninn, þetta gefur fínan pening þannig að ég er hress með þetta, annars er það bara rútuakstur flesta daga og auðvitað taxi inná milli, þetta er alveg ágætt, maður hittir fullt af fólki en á morgun mun ég hitt fullt fólk :)
Bið að heilsa ykkur, kveðja trúbadorinn...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh líst vel á þetta Hallur minn var alveg komin í mínus hérna úti yfir bloggleysi hjá þér;-)
Knús knús á klakann sæti minn, love you
Helga Sólveig (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.